Vín og bjór minnka hættuna

Bjór má nota líka til annarra hluta en að marínera …
Bjór má nota líka til annarra hluta en að marínera kjöt. Brynjar Gauti

Tímaritið New Scientist segir frá nýrri rannsókn portúgalskra vísindamanna sem segja að það geti minnkað krabbameinshættuna af steikaráti að marinera steikina í nokkrar stundir í víni eða bjór.

 Lengi hefur verið vitað að í steiktu eða grilluðu kjöti myndast tiltölulega mikið af krabbameinsvaldandi efnum sem nefnast  heterocyclic amines, HA. Hitinn sem myndast við að steikja eða grilla breytir náttúrulegum sykrum og amínósýrum í kjöti í umrædd HA-efni. 

 Ekki er þó talið a marineringin breyti miklu um hættuna og kjötið þarf að liggja í leginum í allt að sex stundir til að áhrifin verði umtalsverð. En áður hefur verið sýnt að hægt er að minnka magn HA-efnanna í kjúklingi með því að marinera hann í ólífuolíu, sítrónusafa eða hvítlauksdressing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert