Heitt vatn eykur heilbrigði

Sundferðir eru allra meina bót
Sundferðir eru allra meina bót mbl.is/Rax

Uppbygging hitaveitna á Íslandi á síðustu öld sé án efa sá atburður Íslandssögunnar sem stuðlað hafi hvað mest að auknu heilbrigði og lífsgæðum þjóðarinnar. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem unnin var um heilsufarsleg áhrif heitavatnsnotkunar á Íslandi. Skýrslan var unnin við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri hefur að beiðni Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Fjallað er um hreinna andrúmsloft, betur hituð hýbýli, sundlaugamenningu, heilsuböð, bættan þrifnað, lækningamátt og forvarnagildi heitra baða og margt fleira. Fram kemur að árleg heildarlosun CO2 á Íslandi er um 45% lægri en ef kynt væri með olíu.

Höfundar skýrslunnar um heitt vatn og heilbrigði eru Hrefna Kristmannsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, prófessorar við Háskólann á Akureyri.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert