Fjarskiptahnettir rákust saman

Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.
Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.

Tveir gervihnettir, fjarskiptahnöttur í eigu bandaríska fjarskiptafélagsins Iridium og rússneskur gervihnöttur sem ekki var í notkun, rákust saman á miklum hraða í 780 km hæð yfir Síberíu. Er þetta í fyrsta skipti, sem gervihnettir rekast saman úti í geimnum.

Við áreksturinn tættust hnettirnir í sundur.  Að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA er ekki talið að alþjóðlegu geimstöðinni stafi hætta af braki úr hnöttunum en stöðin er á sporbaug 435 km neðan við svæðið. Þá er ekki  heldur talið að áreksturinn hafi áhrif á fyrirhugaða geimferð geimferju síðar í febrúar.

Rússneski hnötturinn vó 950 kg en honum var skotið á loft árið 1993. Iridium gervihnötturinn vó 560 kg en hann hefur verið í geimnum frá 1997.   

Vonast er til að brakið úr hnöttunum brenni upp í lofthjúpi jarðar. Fylgst er með mörg hundruð bútum úr gervihnöttunum. 

Um 6000 gervihnettir hafa verið sendir á sporbraut úti í geimnum frá árinu 1957. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...