Lækning á hnetuofnæmi fundin?

Hnetur geta valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.
Hnetur geta valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. mbl.is/Kristinn

Læknar í Bretlandi telja sig geta læknað hnetuofnæmi. Þeir unnu með fjórum börnum með ofnæmið og létu þau komast reglulega í snertingu við hnetur á sex mánaða tímabili og byggðu þannig upp þol barnanna gegn hnetunum. Undir lok tímabilsins gátu börnin innbyrt jafngildi fimm hneta á dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem dregið er út matarofnæmi á þennan hátt, þó langtímakönnun þurfi til að staðfesta niðurstöðurnar.

Talið er að 1 af hverjum 50 einstaklingum í Bretlandi hafi hnetuofnæmi en það veldur gjarnan öndunarerfiðleikum. Í verstu tilvikum geta ofnæmisviðbrögðin verið lífshættuleg.

Læknarnir byrjuðu á að gefa börnunum daglega 5 mg skammta af hnetuhveiti áður og smám saman náði að byggja upp þolið svo börnin þoldu 800 mg, sem er jafngildi fimm hneta. 

Að sögn móður eins þátttakandans er erfitt að lýsa því hversu miklu þetta hefur breytt, ekki bara fyrir níu ára son hennar heldur fyrir fjölskylduna alla. „Það var ekki hægt að fara á veitingastaði. Ef barnið þurfti að fara í afmælisveislu þá tók það með sér nesti.“

Læknarnir hafa stækkað tilraunahópinn og bætt við 18 börnum. Þeir segja að það sé engin ástæða til að ætla að ekki sé hægt að lækna fullorðna. Að sögn John Collard, eins læknanna, er þetta mikilvægt skref. „Þetta gæti breytt miklu en á þessu stigi er of snemmt að segja til um hvort svona muni virka fyrir alla. Það þarf að gera svona tilraunir á fleirum og yfir lengra tímabil.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert