Miliband vill binda koldíoxíð

Orkuver sem knúin eru kolum og olíu losa mikið af …
Orkuver sem knúin eru kolum og olíu losa mikið af koldíoxíði. Reuters

Ed Miliband, ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, hefur lagt fram áætlun um að ný orkuver verði skilyrðislaust með búnað til að sía koldoxíð úr útblæstri frá olíu og kolum sem þau nota.  Er ætlunin að vinna þannig gegn hlýnun loftslagsins.

 Breska stjórnin hefur ennfremur kynnt hugmyndir um að gera auðveldara að flytja á brott frá verunum koldíoxíð með það í huga að dæla efninu niður í holur undir sjávarbotni í Norðursjónum á stöðum þar sem búið er að tæma olíu- og gaslindir.

Miliband sagði á þingi á fimmtudag að stefna bæri að því að Bretland yrði í fremstu röð í heiminum við að þróa tækni á þessu sviði og þá gæti ríkið haldið áfram að nota kol að hluta við orkuvinnsluna án þess að stefna í  hættu skuldbindingum varðandi loftslagsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert