Þróa stinningarkrem

Viagra gæti fengið samkeppni
Viagra gæti fengið samkeppni

Bandarískir vísindamenn prófa nú nýjar leiðir til að auka virkni stinningarlyfja eins og Viagra. Nýja leiðin felst í því að lyfinu sé nuddað inn í húðina í stað þess að það sé tekið inn í pilluformi og hefur það gefið góða raun hjá tilraunarottum.

Aðferðin felst í því að nanóögnum sem gefa frá sér stinningarörvandi efni er nuddað á húðina og af sjö rottum sem voru meðhöndlaðar á þennan hátt sýndu fimm þeirra merki stinningar að sögn vísindamanna.

Talið er að nýja aðferðin leiði af sér minni aukaverkanir en Viagra sem þykir valda höfuðverkjum og roða í andliti. Þá er talið að aðferðin virki hraðar en Viagratöflurnar en virkni þeirra getur tekið allt að klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert