200 nýjar froskategundir fundust

Trjáfroskur á Sri Lanka.
Trjáfroskur á Sri Lanka. AP

Um 200 nýjar tegundir af froskum hafa fundist á eyjunni Madagaskar, en hún er sá staður á jarðríki sem stundum er sagður hafa fjölbreyttasta lífríkið.

Nýleg rannsókn leiddi í ljós á milli 129 og 221 nýja froskategund þar. Spænska Vísindarannsóknaráðið (CSIC), sem gerði rannsóknina, telur að uppgötvunin gæti nánast tvöfaldað fjölda þekktra froskdýra í heiminum. Fullrúar stofnunarinnar segja að lífríki Madagaskar sé í raun lítið rannsakað og meira að segja mest heimsóttu og rannsökuðu svæðin, þekktir þjóðgarðar, sé heimili yfir 40 nýrra tegunda í rannsókninni.

Rannsóknin þykir benda til þess að líffræðileg fjölbreytni á Madagaskar sé líka meiri hjá öðrum tegundum, svo að eyðileggir náttúrulegra búsvæða geti haft áhrif á mun fleiri tegundir en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert