Á braut um tunglið

Svona sjá menn þetta fyrir sér.
Svona sjá menn þetta fyrir sér. NASA

Nýr gervihnöttur fer á sporbaug um tunglið í dag þegar Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýtur honum á loft. Hann mun ferðast um sporbaug í eitt ár og verður einungis um 50km frá yfirborði tunglsins.

Þetta verður í fyrsta sinn sem gervihnöttur tekur myndir af tunglinu í svo lítilli fjarlægð. Tilgangur ferðarinnar er könnun tungslins sem og að finna hentuga lendingarstaði fyrir tunglfara. Þá verða tæki um borð í eldflauginni sem ber gervihnöttinn sem munu mæla efni úr yfirborði tunglsins.  Efsti hluti flaugarinnar mun brotlenda í djúpum gíg á öðrum pól tunglsins. Tækið flýgur svo inn í rykský sem þyrlast upp við brotlendinguna og greinir efnin í skýinu.

Gigurinn sem lent verður í er svo djúpur að botn hans er ávallt hulinn skugga. Þar er ætlunin að kanna hvort þar finnst vatn og þá í nægjanlegu magni, þannig að menn geti hafst þar við um lengri tíma. Hyggst NASA senda geimfara til tunglsins og byggja þar vistarverur.

Í eldflauginni sjálfri er líka tölvukubbur sem inniheldur yfir milljón nöfn. Síðastliðið sumar gátu þeir sem það vildu sent inn nöfn sín til að láta senda þau til tunglsins. Örflagan er í sérlega styrktum umbúðum.

Þeir sem eiga öfluga stjörnukíkja eiga að geta séð rykskýið sem þyrlast upp þegar flaugin brotlendir. Gervitunglinu, Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) verður skotið á loft kl. 21:12 að íslenskum tíma

Nánari upplýsingar um gervitunglið má finna á Stjörnufræðivefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert