Umskurður ekki vernd gegn HIV

Það að umskera karlmenn sem þegar eru HIV smitaðir virkar ekki sem vörn gegn sjúkdómnum fyrir kvenkyns bólfélaga þeirra. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var framkvæmd í Úganda.

Ofangreind rannsókn kann að hljóma undarlega. En á vef BBC kemur fram að staðfest sé að umskurður geti veitt karlmönnum vörn gegn HIV smiti. Hins vegar kom fljótlega fram við rannsóknina að séu menn þegar smitaðir veiti umskurðurinn ekki vörn gegn smiti og var rannsókninni því hætt til að draga úr smithættu kvennanna.

Fram kemur að umskurður sé algeng forvörn í þróunarríkjum þar sem lítið sé um verjur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert