Streita hefur áhrif á astma

Mengun frá umferð getur valdið astma hjá börnum og sé stressuðum foreldrum bætt í jöfnuna aukast líkurnar enn frekar. Það sama á við börn sem verða fyrir óbeinum reykingum í móðurkviði, alist þau svo upp með stressuðum foreldrum er enn líklegra að þau fái astma.

Þetta er m.a. niðurstaða nýrrar kanadískrar rannsóknar. Rannsakendurnir söfnuðu upplýsingum um heilsufar og aðstæður í umhverfi um 2.500 barna í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Rannsóknin er birt í vefútgáfu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert