Offita eykur hættuna á minnistapi

Því feitari sem einstaklingur er þegar hann er miðaldra, þeim mun meiri hætta er á að hann fái minnissjúkdóm þegar hann verður eldri. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sænsks vísindamanns og samstarfsmanna hans.

„Það er ekki bara hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma sem eykst, heldur hefur offita einnig áhrif á starfsemi heilans,“ segir vísindamaðurinn Anna Dahl.

Fyrri rannsóknir, sem meðal annars hafa stuðst við skrá um sænska tvíbura, hafa sýnt að þeir sem eru of þungir eða feitir um miðjan aldur séu í meiri hættu á að fá minnissjúkdóm en aðrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert