Íslenska í þýðingarvél Google

Google þýðir nú af og á íslensku
Google þýðir nú af og á íslensku AP

Google leitarvélin býður nú upp á þýðingar milli íslensku og 50 annarra tungumála. Þýðingarnar eru vélrænar og á stundum nokkuð skondnar. Notendum boðið að lagfæra það sem þeim þykir betur mega fara og þannig þróast þýðingarbúnaðurinn með tímanum. 

Íslenska bættist nýlega við í þýðingarvél Google ásamt tungumálunum Africaans eða Búamáli, hvítrússnesku, írsku, makedónísku, malaí, swahili, welsku og jiddísku. Mörg þessara mála eru töluð af fáum jarðarbúum eins og t.d. íslenskan. 

Forsíða mbl.is þýdd á ensku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert