4,4 milljóna ára bein varpa nýju ljósi á þróun mannsins

Steingerð bein, sem fundust í Eþíópíu og eru tali vera 4,4 milljóna ára gömul, varpa nýju ljósi á þróun mannsins. Eru beinin sögð benda til þess, að maðurinn hafi þróast til hliðar við apa.

Vísindamenn segja að beinin séu úr tegund sem nefnd er ardipithecus ramidus. Ardi, eins og beinagrindin hefur verið nefnd, er greinilega formóðir mannsins og afkomendur hennar voru ekki simpansar eða aðrar apategundir.

Höfuð Ardi minnir á apa og hún var með griptær sem gerðu henni kleift að klifra auðveldlega í trjám. Hendur, úlnliðir og mjaðmagrind sýna hins vegar að hún gekk líkt og maður en ekki á fjórum fótum eins og apar.

Ardi var um 1,2 metrar á hæð og er um 1 milljónum árum eldri en Lucy, fulltrúi annarrar tegundar sem nefnd er  Australopithecus afarensis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert