Risa-risaeðlufótspor í Frakklandi

Risaeðlurnar, sem er talið að hafi verið um 25 metra …
Risaeðlurnar, sem er talið að hafi verið um 25 metra langar og 30 tonn, gætu hafa litið svona út

Franskir steingervingafræðingar hafi uppgötvað ógnarstór risaeðlufótspor sem talin eru með þeim allra stærstu í heimi. Sporin eru eftir fót sem steig til jarðar fyrir um 150 milljónum ára síðan þegar eðlur af ættinni sauropod, sem voru jurtaætur með langan háls, gengu um í kalkríkum jarðvegi Austur-Frakklands.

Sporin eru um 1,5 metra breið og miðað við þau hlutföll er áætlað að eðlurnar hafi verið um 25 metra langar og vegið um 30 tonn. Frönsku vísindamennirnir segja að uppgötvunin sé „einstök“ að sögn BBC.

„Þessi spor teygja sig yfir tugi, jafnvel hundruð metra,“ segir vísindarannsóknarstöðin CNRS. „Nánari uppgreftir munu fara fram á næstu árum og þær gætu leitt það í ljós að þetta fornleifasvæði í Plagne sé eitt það stærsta sinnar tegundar í heiminum.“

Fótsporin, sem rakin eru til síðari hluta júratímabilsins, fundust í apríl á þessu ári af tveimur áhugamönnum um steingervinga, en raunverulegur upprunni þeirra hefur ekki fengist staðfestur af vísindamönnum fyrr en nú. 

Landssvæðið lág á tímum sauropod risaeðlanna við grunnan, volgan sjó en sporin varðveittust af hörðu jarðvegi sem lagðist ofan á þau. Þau komu í ljós þegar jarðvegurinn rifnaði upp vegna skógarhöggs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert