Bandarískir unglingar draga úr bloggi

Bandarísk rannsókn bendir til þess, að yngri kynslóð netverja sé að missa áhuga á bloggi og taki í auknum mæli upp aðrar netsamskiptaaðferðir sem krefjast minni texta og taki styttri tíma, m.a. vegna þess að símar nú meir en áður notaðir til að fara á netið.

Fram kemur á vef BBC, sem fjallar um könnunina, að hlutfall 12-17 ára unglinga, sem blogga,  sé nú 14% og hafi lækkað um helming frá árinu 2006. Þetta er talið benda til þess, að unglingarnir vilji frekar senda styttri boð á samskiptavefjum eða nota síma.

Könnunin bendir einnig til þess, að 11% netnotenda 30 ára og eldri bloggi. Þetta hlutfall hefur aukist úr 7% árið 2006. Hlutfall fullorðinna bloggara er áfram 10%.

Könnunin var gerð fyrir Pew Internet og American Life Project. Þar kom fram, að 55% fólks á aldrinum 18-29 ára og 27% fólks á aldrinum 12-17 ára fari nú reglulega inn á netið gegnum farsíma. Er þetta talið skýra samdrátt í bloggi og aukningu styttri skilaboða.

Einn námsmaður sagðist hafa misst áhugann á að blogga vegna þess að  skrifa þyrfti hratt og fólki finnist ekkert gaman að lesa það.

Könnunin leiðir hins vegar ekki í ljós að unglingar noti samskiptavefinn Twitter mikið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert