Hraðallinn endurræstur

Eindahraðall CERN var endurræstur í nótt.
Eindahraðall CERN var endurræstur í nótt. AP

Öflugasti hraðall í heimi var endurræstur í nótt, að sögn evrópsku kjarnorkurannsóknastofnunarinnar CERN.  Að þeirra sögn voru fyrstu geislar ársins 2010 sendir í gagnstæðar áttir kl. 3.10 í nótt að íslenskum tíma.

Eindahraðallinn kostaði 3,9 milljarða evra (683 milljarða ÍKR). Slökkt var á honum í desember til að búa hann betur undir árekstra einda sem gætu losað úr læðingi áður óþekk orkustig. Þá var hraðallinn starfræktur í nokkrar vikur eftir að hafa verið bilaður í 14 mánuði.

Eindahraðallinn er inni í 27 km löngum jarðgöngum sem eru undir landamærum Frakklands og Sviss nálægt Genf. Með honum á að rannsaka upphaf alheimsins með því að líkja eftir aðstæðum sem sköpuðust í kjölfar Mikla hvells.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert