Dreamliner heimsækir Breta

Dreamliner-þota Boeing lenti á Bretlandi í dag og er þetta í fyrsta sinn sem vélin heimsækir annað land en Bandaríkin. Fjölmiðlar og flugáhugamenn biðu spenntir eftir vélinni og fylgdust með því þegar yfirmenn Boeing, þar á meðal forstjórinn Jim McNerney, stigu út úr vélinni.

McNerney flaug reyndar ekki með vélinni til Bretlands því hann steig aðeins um borð eftir að vélin lenti í Farnborough. Þar mun vélin taka þátt í flugsýningu í næstu viku.

Menn óttuðust að vélin gæti ekki tekið þátt í sýningunni vegna tæknivandamála sem komu upp á síðustu stundu. Vélin skilaði sér hins vegar á réttum tíma, eftir níu klukkustunda flug.

Flugbrautin í Farnborough er frekar stutt og sagði flugmaðurinn Mike Bryan við blaðamenn að lendingin í dag hefði minnt sig á þá tíma er hann lenti herflugvélum á flugmóðurskipum.

Bryant fór lofsamlegum um vélina sem hann flaug frá Seattle ásamt 16 manna áhöfn. Ýmsar flugmælingar voru framkvæmdar á meðan fluginu stóð.

Boeing 787 Dreamliner skömmu áður en hún lenti í Farnborough.
Boeing 787 Dreamliner skömmu áður en hún lenti í Farnborough. Reuters
Boeing 787 Dreamliner.
Boeing 787 Dreamliner. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert