Leyndarmál alheimsins þurfa að bíða kreppuna af sér

Vísindamenn að störfum hjá CERN
Vísindamenn að störfum hjá CERN Reuters
Þrátt fyrir göfugt markmið öreindahraðalsins alræmda, sem CERN-rannsóknarstofnunin í Sviss starfrekur, þá bítur kreppan á rannsóknum þar eins og öðru. Vísindamenn CERN vara nú við því að einhver bið verði á því að hraðallinn afhjúpi dýpstu leyndarmál alheimsins, vegna niðurskurðar um gjörvalla Evrópu.

Það eru 20 Evrópuþjóðir sem fjármagna CERN stofnunina og hefur fjárhagsáætlun hennar nú verið endurskoðuð með áætluðum 343 milljóna franka sparnaði fyrir árin 2011-2015, eftir að fyrri fjárhagsáætlun upp á 5 milljarða franka fyrir tímabilið var hafnað. Framkvæmdastjóri CERN, Rolf Heuer, segir að niðurskurðurinn, sem nemur um 6,9% af upphaflegri áætlun, muni óhjákvæmilega hafa „áhrif á það hversu fljótt við fáum niðurstöður í rannsóknirnar, en vonandi verður töfin ekki mikil."

Fjárhagsáætlunin verður nú lögð fyrir aðildarþjóðirnar 20 sem þurfa að samþykkja hana, en óttast er að sumar þeirra vilji minnka framlagið jafnvel enn meira og m.a. draga úr launakostnaði með uppsögnum sem gæti leitt til þess að svörin við spurningunum stóru frestast enn frekar.

Öreindahraðallin er í 27 kílómetra löngum göngum um 100 metra neðanjarðar við landamæri Sviss að Frakklandi. Hann er í raun samstæða margra hraðla sem þeyta öreindum í afar sterku segulsviði í göngunum þar til þær nálgast ljóshraða, hinn endanlega hraða efnisheimsins, sem mælist rétt tæplega 300.000 kílómetrar á sekúndu.

Hitinn við árekstur róteindanna er gríðarlegur og skilyrðin lík því sem þau eru talin hafa verið við Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára. Með tilrauninni vonast því vísindamennirnir til þess að öðlast dýpri skilning á myndun alheimsins, með gleggri sýn á innsta eðli efnisheimsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...