Ötzi var grafinn með viðhöfn

Ötzi hefur varðveist ótrúlega vel í ísnum í Ölpunum í …
Ötzi hefur varðveist ótrúlega vel í ísnum í Ölpunum í rúm 5.000 ár

Ísmaðurinn Ötzi, sem fannst fyrir 19 árum í ítölsku Ölpunum og er talinn hafa dáið fyrir 5.300 árum, hefur sennilega ekki dáið þar sem hann fannst, heldur jarðsettur þar með viðhöfn.

Múmían fannst fyrir tilviljun árið 1991 og hafa fornleifafræðingar til þessa talið að Ötzi hafi látist þar sem hann fannst, af bardagasárum.

Alessandro Vanzetti frá háskólanum í Róm hefur rannsakað svæðið þar sem Ötzi fannst, í 3210 metra hæð yfir sjávarmáli, og telur líklegt að þessi bardagamaður frá bronsöldinni hafi látist nokkrum mánuðum áður, mun neðar í Ölpunum.

Hann hafi svo verið grafinn með viðhöfn þar sem múmían fannst, vel varðveitt undir ís.

Kenningin myndi skýra hvers vegna sum vopnanna sem fundust við hlið Ötzi voru ekki tilbúin til notkunar, og hvers vegna svo margir hlutir fundust hjá múmíunni.

Margir hlutanna voru mjög verðmætir og hefðu freistað banamanns Ötzi ef hann hefði látist í bardaga á staðnum þar sem jarðneskar leifar hans fundust.

Þá hafa rannsóknir á magainnihaldi múmíunnar leitt í ljós að Ötzi lést í apríl en frjókorn í gröfinni benda til að hann hafi verið grafinn í ágúst eða september.

Á þeim árstíma hefði ísinn í Ölpunum jafnframt hafa bráðnað svo mikið að hægt hafi verið að flytja lík Ötzi svo hátt upp í fjöllin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert