Farsímanotkun undir stýri stórhættuleg

Tveir bandarískir vísindamenn áætla að rekja megi dauða 16 þúsund Bandaríkjamann á árunum 2001 til 2007 til þess, þeir voru að senda SMS eða fást við farsíma sína á meðan þeir óku bílum.

Þeir Fernando Wilson og Jim Stimpson hjá Texasháskóla birta gein um rannsóknina í American Journal of Public Healthsignerte.  Þeir skoðuðu skýrslur um umferðarslys sem orðið höfðu á þjóðvegum í Bandaríkjunum á árunum 1999 til 2008.

Niðurstaðan er að umferðarslysum, sem rekja má til þess að ökumaður var ekki með hugann við aksturinn, fjölgaði um 28% eftir árið 2005. Slysum, þar sem ungir karlmenn áttu í hlut, fjölgaði greinilega.

Segja skýrsluhöfundar, að niðurstöðurnar bendi til þess að stórauknar SMS-sendingar hafi leitt til þúsunda banaslysa í umferðinni. Leggja þeir til þess að bannað verði með lögum að nota farsíma til að senda smáskilaboð undir stýri og jafnframt verði eftirlit lögreglu aukið. 

Umfjöllun um rannsóknina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert