Ástareldsneytið á þrotum

Uns til dauðinn aðskilur, eða í sumum tilfellum, þar til …
Uns til dauðinn aðskilur, eða í sumum tilfellum, þar til umræðuefnið þrýtur, ástin kólnar og kynlífið heyrir sögunni til. Reuters

Ástin varir ekki alltaf að eilífu ef marka má nýja rannsókn þar sem kastljósinu er beint að hjónaskilnuðum para sem eru komin yfir fimmtugt. Breska dagblaðið Daily Mail fjallar um málið og þar segir að mörg hjón hafi ákveðið að binda enda á hjónabandið sökum þess að ástarloginn sé hættur að brenna.

28% svarenda segir, að þeir hafi sótt um skilnað vegna þess að makinn beri ekki lengur tilfinningar til sín. Um fjórðungur þeirra segist hafa sótt um skilnað vegna þess að makinn hafi ekki lengur áhuga á kynlífi. 

Konur eru í meirihluta þeirra sem nefna það að tilfinningakuldi hafi verið upphafið að endalokunum. Karlmenn eru aftur á móti í meirihluta þeirra sem tali um kynlífið, þ.e. áhugaleysi makans á kynlífi, sem orsök þess að hjónabandstankurinn tæmdist.  

Þá kemur fram í rannsókninni að 27% segi að þeir hafi ekki lengur áhuga á að halda hjónabandinu gangandi.   

Þá meta geta þess að 14% svarenda sögðu að nöldur hefði verið ástæða hjónaskilnaðar. 10% svarenda sögðust hafa skilið vegna þess að þeir höfðu ekkert lengur að tala um við makann.  

Alls tóku 1.900 þátt í rannsókn Saga Legal Services. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa skilið og vera komnir yfir fimmtugt.  

Skv. tölum frá bresku hagstofunni náðu hjónaskilnaðir fólks á þessum aldri hámarki árið 2004, og voru þá um 25.000 talsins. Talan hefur lækkað örlítið en nú er talað um 22.000 hjón yfir fimmtugu skilji árlega í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert