Yfir 1.200 lífverur uppgötvaðar á áratug

Meðal þeirra dýra sem fundist hafa er eitraði örvarfroskurinn, Ranitomeya …
Meðal þeirra dýra sem fundist hafa er eitraði örvarfroskurinn, Ranitomeya amazonica. mbl.is

Yfir 1.200 nýjar lífverur, plöntur og dýr, voru uppgötvuð í Amazon regnskóginum á árunum 1999-2009. Lífverurnar eiga margar undir högg að sækja enda talið að 17% skógarins hafi verið eytt til að framleiða dýrafóður og lífdísil.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu World Wildlife sjóðsins, WWT. Meðal þeirra dýra sem fundist hafa er eitraði örvarfroskurinn, Ranitomeya amazonica.

Talsmenn WWT telja að grípa þurfti til enn frekari verndaraðgerða á Amazon svæðinu til að halda við hinum mikilvæga líffræðilega fjölbreytileika.

 Skýrsla wwt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert