Hátíð tækniáhugamanna

Áhugamenn um nýjustu tækni og vísindi eru nú samankomnir í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem tæknisýningin Consumer Electronic Show (CES) er í fullum gangi. Sýningin er haldin árlega og þar má sjá ýmislegt forvitnilegt, m.a. þyrlu sem hægt er að stýra með iPhone síma.

Eitt af því sem hefur vakið mesta athygli á sýningunni er netsjónvarp Google TV og Smart TV. Molly Wood, ritstjóri tæknisíðunnar CNET, segir að tæknin bjóði upp á marga möguleika.

Þrívíddarsjónvörp hafa einnig vakið athygli og Kincet hreyfiskynjarinn fyrir Xbox leikjatölvu Microsoft. Fyrirtækið segir að sala á Kinect hafi gengið mjög val og eru forsvarsmenn Microsoft bjartsýnir á framhaldið.

Þá er einnig verið að kynna fjölmörg minni raftæki fyrir fólk sem er á ferð og flugi, s.s. snjallsíma og spjaldtölvur. iPad spjaldtölvan frá Apple hefur þegar slegið í gegn og hafa helstu keppinautar Apple kynnt sínar eigin spjaldtölvur sem ætlað er að veita iPad harða samkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert