Umskurn gegn HIV

Konungur Svasílands, Mswati III.
Konungur Svasílands, Mswati III. AP

Stjórnvöld í Svasílandi hrintu í dag af stað átaki til þess að fá karlmenn til að láta umskera sig til þess að reyna að berjast gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Hvergi í heiminum eru fleiri smitaðir af veirunni en í þessu litla Afríkulandi.

Ekki er hefð fyrir umskurn karla í Svasílandi en rannsóknir hafa sýnt fram á að það gæti heft útbreiðslu sjúkdómsins um helming. Takmark átaksins er að umskera 80% karlmanna innan árs en það er þróunaraðstoðarstofnun Bandaríkjanna sem fjármagnar það.

Beinist það sérstaklega að karlmönnum á aldrinum 15 til 49 ára og á að ná til alls landsins fyrir apríl. Í tilefni upphafs átaksins voru fjórar nýjar sjúkrastofur til umskurnar opnaðar í dag.

Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna er tíðni HIV-smita hæst í Svasílandi en árið 2009 voru 25,9% af íbúum landsins smitaðir af veirunni. Íbúafjöldi Svasílands er 1,2 milljónir.

Á milli áranna 2000 og 2009 hröpuðu meðallífslíkur í landinu úr 61 ári niður í 32 ár vegna dauðsfalla vegna alnæmi samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Svasíland er konungsríki en konungur landsins, Mswati III, stundar fjölkvæni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...