5 sekúndna reglan stenst ekki

Ekki borða matinn af gólfinu!
Ekki borða matinn af gólfinu!

5 sekúndna reglan er nokkurs konar hjátrú sem lengi hefur verið litið á sem heilagan sannleika: Ef þú missir mat á gólfið, er í lagi að borða hann svo lengi sem hann snerti ekki gólfflötinn í meira en 5 sekúndur.

Samkvæmt Dr. Roy M. Gulick, deildarstjóra smitsjúkdóma í Weill Cornell Medical College í Bandaríkjunum, er þessi staðhæfing alröng. „Að borða mat sem hefur legið í gólfinu eykur líkurnar á því að bakteríur berist í meltingarfærin og að meltingarfærasjúkdómar fylgi í kjölfarið. Hversu lengi maturinn snertir gólfið skiptir ekki máli,“ segir hann.

Í rannsókn frá árinu 2007 var salmonellubakterían sett á við, flísar og teppi og kjöt sett ofan á í ýmist 5 sekúndur, 30 eða 60. 99% bakteríanna smituðust næstum samstundis af viðnum og flísunum en af teppinu í minna magni. Magnið breyttist þó ekkert þótt tíminn lengdist.

Einnig var athugað hversu lengi bakteríurnar fyndust á gólfflötunum og reyndust þúsundir baktería á hverjum fersentímetra eftir sólahring og hundruðir eftir fjórar vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert