Hafna kenningu um örverur úr geimnum

Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi.
Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi. Reurers

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sögðu í dag, að engar vísindalegar sannanir styddu fullyrðingar félaga þeirra um, að steingerðar leifar övera utan úr geimnum hefðu fundist í loftsteinum á jörðinni. 

Vísindamaðurinn Richard Hoover, sem hefur starfað hjá NASA í hálfan fimmta áratug, birti á föstudag grein í nettímaritinu Journal of Cosmology þar sem hann segist hafa fundið þessar örverur í afar sjaldgæfum loftsteinum en aðeins 9 slíkir steinar eru þekktir á jörðinni.

Carl Pilcher, forstöðumaður hjá NASA, segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem Hoover kemur fram með fullyrðingar af þessu tagi. Pilcher segist ekki vita til þess, að aðrar rannsóknir styðji þær niðurstöður Hoovers, að þessar överur hafi verið í loftsteininum áður en féll til jarðar.

„Einfaldasta skýringin er, að það eru örverur í lofsteinum en þær eru upprunnar á jörðinni. Með öðrum orðum, þá eru þær mengun," sagði Pilcher.

Hann sagði, að loftsteinarnir, sem Hoover rannsakaði, hafi fallið til jarðar fyrir 1-2 öldum og margir hafi handfjatlað þá „og því er eðlilegt að það finnist örverur á þessum steinum." 

Fleiri vísindamenn hjá NASA hafa tekið í svipaðan streng og Pilcher. 

Vefur Journal of Cosmology

mbl.is

Bloggað um fréttina

Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...