Á sporbraut um Merkúr

NASA

Geimfarið Messenger er komið á sporbraut um Merkúr, fyrst í sögunni. Í gær tókst að hægja nægilega á geimfarinu til að aðdráttarafl plánetunnar fangaði það en það er nú í 155 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Undirbúningur að för Messenger hefur verið í gangi hjá NASA í 15 ár og var mikið fagnað hjá geimferðastofnuninni þegar farið var komið á 12 klukkustunda sporbrautina.

Sérstakar hlífar eru á farinu til að vernda það frá hita sólarinnar og einnig eru öll sjö mælitækin sérstaklega varin. Messenger er í aðeins 46 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni og yfirborðshitinn á Merkúr nægilega hár til að bræða ál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert