Móðir jörð fái réttindi

Bólivíumenn vilja að réttindi jarðarinnar verði viðurkennd af SÞ.
Bólivíumenn vilja að réttindi jarðarinnar verði viðurkennd af SÞ.

Bólivíumenn eru að vinna að drögum að tillögu innan Sameinuðu þjóðanna um að gefa móður jörð sömu réttindi og manneskjum, þar á meðal réttinn til lífs, hreins vatns og hreins lofts.

Suður-Ameríkulandið vill að SÞ viðurkenni jörðina sem lifandi veru sem menn hafi reynt að drottna yfir og arðræna.

Felur tillagan í sér ellefu ný réttindi fyrir náttúruna. Á meðal þeirra eru rétturinn til að lifa og að vera til, til að viðhalda mikilvægri hringrás og ferlum án afskipta manna, hreint loft og vatn, jafnvægi, að vera laus við mengun og að láta ekki erfðabreyta sér.

Evó Morales, forseti Bólivíu, hefur gagnrýnt harðlega þær þjóðir innan SÞ sem eru ekki tilbúnar til þess að ganga lengra í að stöðva hlýnun jarðar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert