Lofsteinn milli jarðar og tungls

Loftsteinn yfir jörðu.
Loftsteinn yfir jörðu. AP

Lofsteinn sem vegur 55 milljónir tonna mun fara mjög nálægt jörðinni síðar á þessu ári að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Mun hann fara á milli jarðarinnar og tunglsins og verður sjáanlegur með litlum sjónaukum.

Ef loftsteinninn, sem kallaður er YU55, rækist á jörðina myndi krafturinn af árekstrinum jafngilda 65 þúsund kjarnorkusprengjum og myndi skilja eftir sig gíg sem væri meira en 9,5 kílómetrar að breidd og rúmlega 600 metrar djúpur.

Mun loftsteininn vera í um 323 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann fer fram hjá og er hann stærsti hlutur sem vitað er til að hafi komið svo nærri jörðu. Breska blaðið The Telegraph segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

NASA yfir lýst því að hugsanleg hætta sé af loftsteininum en leggur áherslu á að engin hætta sé á ferð á meðan hann heldur áfram á sömu braut.

YU55 fer einn hring um sólina á 14 árum og fór síðast fram hjá jörðinni í apríl 2010 en töluvert lengra í burtu.

Þegar er vitað um 874 loftsteina sem hugsanleg hætta er af fyrir jörðina en fylgst er grannt með þeim. Hafa vísindamenn áætlað að stór árekstur lofsteins við jörðina eigi sér stað á nokkur hundruð þúsund ára fresti.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert