Háhyrningur konungur dýranna?

Háhyrningur rennir sér á bráð á Berufirði.
Háhyrningur rennir sér á bráð á Berufirði. mbl.is/Þórir

Minnkandi hafís í norðurhöfum mun stækka veiðilendur háhyrninga en þrengja að hvítabjörnum, sem hingað til hafa verið ókrýndir konungar dýranna á norðurslóðum. 

Því velta vísindamenn því fyrir sér nú hvort háhyrningar muni velta hvítabjörnum úr sessi sem helsta rándýri norðurslóða. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru við Manitobaháskóla í Kanada og grænlenska útvarpið KNR greinir frá. 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á fjölsóttri ráðstefnu um þróun umhverfisins á norðurslóðum sem haldin var í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

Háhyrningar voru fremur sjaldséðir á nyrstu breiddargráðum á árum áður, en á síðustu áratugum hefur svarthvítu ránhvölunum fjölgað stórlega.

Steve Ferguson líffræðiprófessor, sem stýrði rannsókninni, telur að fjölgun háhyrninganna muni þrengja mjög að hvítabjörnum og öðrum stórum spendýrum á norðurhjaranum. Jafnvel svo mög að það ógni framtíð þeirra.

Háhyrningar hafa haldið sig á auðum sjó því uggar þeirra eru viðkvæmir fyrir hafís. Með sístækkandi auðum hafsvæðum yfir sumartímann stækka veiðilendur háhyrninganna.

Talið er að þeir muni veiða úr stofnum sela, náhvala og mjaldra, sem er hvít hvalategund í Íshafinu. Aukið álag á selastofnana veldur sérstökum áhyggjum því bæði menn og hvítabirnir veiða seli sér til matar. 

Jafnvel er talið að hinum risastórum búrhvölum geti stafað ógn af háhyrningavöðunum sem sækja æ lengra norður á bóginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...