Loftsteinn gæti rekist á gervihnetti

Loftsteininn er það lítill að ef hann lenti á jörðinni …
Loftsteininn er það lítill að ef hann lenti á jörðinni myndi hann að líkindum að mestu brenna upp við það að koma inn í gufuhvolf jarðarinnar. AP

Loftsteinninn MD 2011, sem þeytast mun rétt fram hjá jörðinni á morgun, mánudaginn 27. júní, mun koma svo nálægt jörðu að hann fer inn fyrir sporbaugi allra GPS-gervihnatta sem svífa í kringum jörðina.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur bloggar um málið núna um helgina og vekur athygli á þessu atriði. Hann segir í pistli sínum:

„Fyrsta myndin sýnir braut loftsteinsins 2011 MD, og nálægð hans við jörðu.  Hann er um 10 metrar í þvermál, og mun koma næst jörðu á mánudag, 27. júní, en þá verður loftsteinninn í aðeins 12 þúsund km fjarlægð. Hann er á braut sem er næstum því alveg eins og braut jarðar, og veldur það nokkrum áhyggjum, en hins vegar er loftsteinninn svo lítill, að hann mundi brenna upp í lofthjúp jarðar og ekki valda teljandi árekstri.

Hins vegar má benda á, að hann mun fara fyrir INNAN brautir allra þeirra GPS gervihnatta sem svífa umhverfis jörðu, og gæti hugsanlega rekist á eða truflað GPS kerfið.“

Þar sem steininn er aðeins 10 metrar í þvermál gefur þó auga leið að ekki geta talist miklar líkur á að hann rekist á gervihnött, þegar stærð rýmisins í geimnum út að sporbaug gervihnatta er höfð í huga, en það væri þó bæði áhugavert og óheppilegt ef svo vildi til.

Pistil Haraldar má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert