Fleiri hafa áhyggjur af hlýnun

Eftirlíkingu af frelsisstyttunni er komið fyrir í sjónum undan ströndum …
Eftirlíkingu af frelsisstyttunni er komið fyrir í sjónum undan ströndum Cancun í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar í fyrra. Reuters

Ögn fleiri hafa nú áhyggjur af hlýnun jarðar en árið 2009. Þeir eru þó færri en árið 2007, ef marka má nýja könnun Nielsen. Könnunin er byggð á svörum 25.000 netnotenda í 51 landi og bendir til að 69% notenda hafi nú áhyggjur af hlýnuninni, borið saman við 66% árið 2008 og 72% árið 2007.

Maxwell Boykoff, sérfræðingur við stofnun hjá Oxford-háskóla sem greinir breytingar á lífríkinu, segir umfjöllun fjölmiðla um atvinnuöryggi, skólamál á tímum niðurskurðar og efnahagsmál hafa verið í forgrunni.

Um leið hafi dregið úr þeirri áherslu sem var á loftslagsmálin fyrir fjármálakreppuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert