Kínverjar stela mestum hugbúnaði

Kínverskir tölvunotendur.
Kínverskir tölvunotendur. JIANAN YU

Nærri því helmingur tölvunotenda í heiminum notar hugbúnað sem hann hefur fengið ólöglega. Eru Kínverjar þjóða verstir í þessum efnum samkvæmt nýrri könnun sem samtök framleiðenda hugbúnaðar fyrir fyrirtæki, Business Software Alliance, hefur látið gera.

Bendir könnunin til þess að 47 prósent tölvunotenda sjái ekkert athugavert við það að nota ólöglegar útgáfur hugbúnaðar. Þar telst með að setja upp hugbúnað á nokkrar tölvur með einu leyfi eða að ná í hann á netinu á skráaskiptasíðum.

Náði könnunin til fimmtán þúsund tölvunotenda í 32 löndum. Samkvæmt henni eru Kínverjar hvað frjálslegastir í afstöðu sinni til stolins hugbúnaðar. Þar sögðust 86 prósent notenda fá hugbúnað sinn ólöglega oftast eða alltaf.

Segja samtök hugbúnaðarframleiðenda að andvirði þess hugbúnaðar sem Kínverjar stela á ári hverju nemi um 7,78 milljörðum dollurum. Bandaríkjamenn eru næstvíðtækustu hugbúnaðarþjófarnir en andvirði þess sem þeir stela er enn meira eða um 9,5 milljarðar dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Faglærður húsasmiður .
Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hef langa og fjölbreytt...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...