Gervihnöttur hrapar

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur varað við því að talið sé að einn gervihnatta hennar, UARS, hrapi til jarðar í kvöld eða á morgun. Stofnunin hefur misst stjórn á gervihnettinum en ekki er vitað hvenær og hvar hann kemur í gufuhvolfið. NASA telur að líkurnar á því að hrap gervihnattarins valdi mannskaða séu einn á móti 3.200. Vísindamenn stofnunarinnar lögðu þó áherslu á að enginn hefði látið lífið eða slasast af völdum hluta sem hrapað hafa til jarðar úr geimnum.

Talið er að gervihnötturinn geti lent einhvers staðar á svæðinu 57 gráður norður og 57 gráður suður af miðbaug, en það nær yfir meginhluta byggðra svæða á jörðinni. Í ljósi þess að 70% jarðar eru þakin vatni eru miklar líkur á því að leifar gervihnattarins lendi á sjó, að sögn fréttavefjar BBC.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert