Vara Norður-Ítali við

Gervihnötturinn UARS.
Gervihnötturinn UARS. Wikipedia.org

Íbúar Norður-Ítalíu eru hvattir til að halda sig innandyra í nótt til öryggis ef brak úr bandaríska gervihnettinum fellur á svæðinu. Íbúar fjölbýlishúsa eru einnig hvattir til að halda sig á neðri hæðum, nærri burðarveggjum. Í viðvörun frá yfirvöldum eru líkurnar á því taldar nema 1,5% sem eru verulega hærri líkur en þau 0,6% sem var spáð áður.

Var einnig varað við því að ómögulegt væri að sjá brakið áður en það skylli til jarðar auk þess sem það gæfi frá sér eiturgufur, þannig að varað var við því að fólk færi nær en 20 metra. Um er að ræða 26 hluti úr gömlum sex tonna gervihnetti UARS.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA varaði við því í gær að gamall gervihnöttur gæti verið á leið til jarðar í dag eða kvöld án þess að brenna upp í andrúmsloftinu. Ólíklegt væri þó að nokkur slasaðist af hans völdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert