Forn björn beit bjarna fastast

Ísbjörn á góðri stundu. Mynd úr myndasafni.
Ísbjörn á góðri stundu. Mynd úr myndasafni. Reuters

Stærsti björn, sem gengið hefur á jörðinni, var einnig með sterkustu kjálkana og gat bitið fastast allra landdýra. Björn þessi var risavaxinn og höfuðsmár, með afar beittar tennur.  Latneskt heiti hans er Agriotherium africanum og hann dó út fyrir fimm milljónum ára. Björninn var það sem kallað er „hypercarnivore“, sem þýðir að kjöt var mjög stór hluti af fæðuvali hans.

Á vefsíðu BBC segir að með því að bera saman höfuðkúpu hans og höfuðkúpur annarra bjarnartegunda hafi vísindamenn komist að þessari niðurstöðu. Þeir komust einnig að því að bit ísbjarna er afar veikt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert