Ummerki um Higgs-bóseindina

CERN-öreindahraðallinn.
CERN-öreindahraðallinn. Reuters

Vísindamenn sem starfa við Cern-öreindahraðalinn í Genf segja að þeir hafi hugsanlega fundið Higgs-bóseindina en kenningar eru um að sú eind gefi öllu efni í alheiminum massa. Enn hafa vísindamennirnir þó ekki fundið nægar sannanir fyrir tilvist hennar til þess að fullyrða að þeir hafi fundið hana.

Það teldist ein merkasta vísindauppgötvun undanfarinna sextíu ára ef Higgs-bóseindin fyndist. Eindin hefur aldrei fundist við rannsóknir en hún er lykilatriði í skilningi manna á alheiminum. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Higgs-bóseindin er nefnd eftir skoska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem gat sér til um hana 1964. Samkvæmt kenningunni myndar hún svið, sem fyllir allt rúmið og allar öreindir verða að fara í gegnum. Þar verða þær fyrir draga eða dragakrafti og því meiri, sem hann er, þeim mun meiri er massi agnanna. Yrði slökkt á Higgs-sviðinu, yrðu allar öreindir massalausar.

Tvær sjálfstæðar rannsóknir hafa farið fram í Genf til að leita að Higgs-bóseindinni. Yfirmenn rannsóknanna tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið vísbendingar um bóseindina við sama massann. Enn sé þó of snemmt að fullyrða að eindin hafi í raun fundist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert