Aukin tíðni hvítblæðis í nágrenni kjarnorkuvera

Kjarnorkuverið í Chinon í Frakklandi
Kjarnorkuverið í Chinon í Frakklandi Reuters

Franskir vísindamenn sem hafa rannsakað fjölda tilfella hvítblæðis meðal barna sem búa í nágrenni kjarnorkuvera segja að hvítblæði sé mun algengara meðal þeirra en annarra franskra barna á árabilinu 2003-2007.

Aftur á móti dregur saman ef litið er til lengra tímabils en þeirra sex ára sem horft var til í rannsókninni að sögn Jacqueline Clavel, sem stýrði rannsókninni.

Clavel og samstarfsfólk hennar fundu fjórtán tilfelli hvítblæðis í börnum sem búa í innan við fimm km fjarlægð frá kjarnorkuverum á tímabilinu. Eru þetta tæplega tvöfalt fleiri börn en greinst hafa með hvítblæði á svipað stórum landsvæðum annars staðar í Frakklandi.

Clavel segir að ef litið er á tímabilið 1990-2007 virðist ekki aukin hætta meðal barna á að fá hvítblæði þrátt fyrir að búa nálægt kjarnorkuverum.

Að sögn Clavel er því ekki hægt að fullyrða um að nálægð við kjarnorkuver auki líkur á krabbameini meðal barna en hins vegar megi ekki horfa framhjá þeim tölum sem birtast í rannsókninni.

Sjá nánar í International Journal of Cancer

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert