Líta á netið sem sjálfgefinn hlut

Forstjóri Google, Eric Schmidt í Davos í dag
Forstjóri Google, Eric Schmidt í Davos í dag Reuters

Stjórnarformaður Google, Eric Schmidt, segir að fólk á Vesturlöndum líti á netið og frelsi þess sem sjálfgefinn hlut. Hann segir að netið hafi sýnt það og sannað í arabíska vorinu að það er eini frjálsi samskiptamiðillinn.

Þetta kom fram í máli Schmidts á efnahagsráðstefunni í Davos í dag þegar rætt var um frelsi netsins.

Schmidt sagði að hann væri nýkominn frá Líbíu og þar hafi netið sýnt og sannað mikilvægi sitt í þjóðfélögum þar sem símar eru hleraðir og fjölmiðlar ríkisreknir. 

„Þegar þú býrð í landi þar sem ritskoðun er regla þá er netið eini samskiptamiðillinn þinn,“ segir Schmidt.

Hann segist telja að þeir sem fara fyrir nýjum stjórnvöldum þar sem fyrrverandi leiðtogar hafa hrakist frá völdum viti og muni gæta að sér að sama spilling og mótmælt var ráði ríkjum á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert