Ljóshraðakenning Einsteins heldur líklega gildi sínu

Albert Einstein.
Albert Einstein. AP

Starfsmenn evrópsku kjarneðlisfræðistofnunarinnar, CERN, fundu í fyrra vísbendingar um að kenning eðlisfræðingsins Alberts Einsteins um að ekki væri til meiri hraði en hraði ljóssins væri röng.

Fiseindir, óhlaðnar kjarneindir með lítinn sem engan massa, virtust ná ívið meiri hraða. Nú segja þeir hugsanlegt að tæknilegur galli hafi leitt þá á villigötur. „Eðlisfræðingarnir hafa farið yfir þessa hluti, halda áfram að fara yfir þá og munu gera það enn á ný,“ sagði fjölmiðlafulltrúi CERN sem er með aðalstöðvar í Sviss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert