Mótefni í músum gegn Alzheimers

Mynd/en.wikipedia.org

Breskir vísindamenn hafa komist að því að í músum má finna ákveðna tegund mótefnis sem notast má við í baráttunni gegn Alzheimers-sjúkdómnum. Þessi uppgötvun kann að reynast skref í átt að lækningu sjúkdómsins.

Mótefnin stöðva ákveðið prótein er nefnist Dkk1 en það veldur því að mýlildisflákar hætta að byggjast upp í heilanum. Rannsakendur segja í niðurstöðum sínum, sem birtust í The Journal of Neuroscience, að þessi hindrun sé lykilatriði í baráttunni gegn Alzheimers-sjúkdómnum.

Við uppbyggingu mýlildisfláka missa stöðvar heilans sem t.a.m. geyma minningar samband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert