Ísland ríkast allra landa að ferskvatni

Hraunfossar í Borgarfirði.
Hraunfossar í Borgarfirði. Mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Íslendingar eru ríkastir þjóða að ferskvatni, en landið trónir efst á toppi lista yfir þau 10 lönd heims sem hafa aðgang að mestum birgðum ferskvatns. Á Íslandi eru tæplega 300 rúmmetrar fersks vatns á hvern íbúa, en næst á eftir er Afríkuríkið Gabon, þar sem um 176 rúmmetrar ferskvatns eru á hvern einstakling.

Papúa Nýja-Gínea og Kanada eru í þriðja og fjórða sæti yfir lönd sem eru ríkust að vatni, en þar eru rúmmetrarnir 154 og 84 á hvern íbúa. Í fimmta sæti er Nýja-Sjáland, með 79 rúmmetra af ferskvatni, þá Líbería (58 rúmmetrar), Noregur (57 rúmmetrar), Kongó (53 rúmmetrar), Bólivía (51 rúmmetri) og Perú (47 rúmmetrar).

Tæplega 97% alls vatns á jörðu er salt og því ekki drykkjarhæft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert