Bannað að selja Galaxy Nexus í Bandaríkjunum

Hugo Barra framleiðslustjóri Android, með Samsung Galaxy Nexus
Hugo Barra framleiðslustjóri Android, með Samsung Galaxy Nexus AFP

Dómari í Kaliforníu hefur lagt bann við sölu á Galaxy Nexus-snjallsímum frá Samsung í Bandaríkjunum þar til dómstóllinn kemst að niðurstöðu í deilu Samsung og Apple.

Fyrr í vikunni lagði sami dómari bann við sölu á spjaldtölvu Samsung, Galaxy Tab 10.1, í Bandaríkjunum þar til niðurstaða næst í deilunni. Eins þarf Apple að leggja fram tryggingu upp á tæplega 100 milljónir Bandaríkjadala ef svo fer að Samsung fari með sigur af hólmi í málinu, segir í frétt BBC.

Apple sakar Samsung um að hafa stolið útliti og hönnun frá sér í nýju spjaldtölvunni. Á meðan sakar Samsung Apple um að hafa brotið á sér varðandi tengingu síma og spjaldtölvu við netið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert