Netið nær í sjónvarpsáhorfendur

Margir fá fréttirnar af netinu.
Margir fá fréttirnar af netinu. AFP

Lengi hefur verið ljóst að netmiðlar hafa tekið lesendur frá prentuðum dagblöðum en nú eru vísbendingar um að slíkt hið sama sé að gerast með áhorfendur sjónvarpsfrétta.

Í nýrri bandarískri könnun kom í ljós að aðeins þriðjungur fólks á aldrinum 18-29 ára sagðist hafa horft á sjónvarpsfréttir daginn áður. Árið 2006 sagðist helmingur fólks á þessum aldri hafa horft á sjónvarpsfréttir.

Bandaríska Pew-rannsóknarstofnunin segir að í könnuninni hafi 19% aðspurðra sagst fá fréttir af samfélagsvefjum. Árið 2006 var hlutfallið aðeins 9%.

Pew segir að árið 1991 hafi 56% fólks lesið dagblað daginn áður en könnunin var gerð. Í ár er hlutfallið 29%. Hins vegar segjast nú 39% fara á netmiðla til að nálgast fréttir, að því er fram kemur í frétt AP-fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert