Kvöldið og nóttin erfið

Óskar Bjarni Óskarsson á hliðarlínunni gegn Aftureldingu.
Óskar Bjarni Óskarsson á hliðarlínunni gegn Aftureldingu. mbl.is/Eyþór Árnason

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í handbolta var sár og svekktur eftir að liðið féll úr leik gegn Aftureldingu í undanúrslitum Íslandsmótsins á miðvikudaginn var.

Hann gat þó huggað sig við að Valur á eftir úrslitaeinvígi við Olympiacos frá Grikklandi í Evrópubikarnum. Fyrri leikurinn er í dag klukkan 17 á Hlíðarenda og seinni leikurinn ytra eftir viku.

„Maður fór strax að einbeita sér að næsta verkefni en ég viðurkenni að kvöldið var erfiðara en ég bjóst við og nóttin líka. Við töpuðum og féllum úr leik og maður vill vinna allt.

Eina sem er jákvætt er að það er mjög skemmtilegt verkefni fram undan. Ég vil óska Aftureldingu til hamingju og vonandi verður einvígið á milli Aftureldingar og FH frábært,“ sagði Óskar við mbl.is.

Fleiri greinar úr viðtalinu við Óskar birtast á mbl.is næstu tímana til að hita upp fyrir fyrri leikinn í úrslitaeinvíginu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert