Sæðisframleiðslan á niðurleið

AFP

Sæðisframleiðsla franskra karlmanna er á hraðri niðurleið en hún minnkaði um þriðjung á tímabilinu 1989 til 2005.

Samkvæmt frétt BBC var sæði 26.600 franskra karlmanna rannsakað og fækkaði sæðisfrumum þeirra um 32,3% á tímabilinu eða um 1,9% á ári. Niðurstaða rannsóknarinnar er birt í tímaritinu Human Reproduction.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr framleiðslu sæðis meðal karlmanna í Frakklandi er framleiðslan enn nægjanleg til fjölgunar mannkynsins. Sérfræðingar vilja hins vegar rannsaka niðurstöðurnar nánar og finna út hvað valdi samdrættinum.

Sjá nánar á BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert