Hafa fundið brot úr loftsteininum

Sex metra vök myndaðist á ísilögðu vatninu þar sem hluti …
Sex metra vök myndaðist á ísilögðu vatninu þar sem hluti loftsteinsins endaði. AFP

Vísindamenn tilkynntu seint í gær að þeir hefðu fundið brot úr loftsteininum sem splundraðist yfir Úralfjöllum í Rússlandi síðastliðinn föstudag og olli um 1.200 manns meiðslum og skemmdum á þúsundum heimila.

Fram kemur í frétt AFP að talið sé að loftsteinninn hafi splundrast yfir mjög stórt svæði en leitað hafi verið að brotum úr honum í kringum lítið stöðuvatn í nágrenni borgarinnar Chelyabinsk. Sérfræðingar við Vísindaakademíu Rússlands lýstu því síðan yfir í gær eins og áður segir að þeir hefðu fundið grjót daginn áður sem þeir telja að hafi komið utan að úr geiminum.

Svæðið hefur nú verið girt af en talið er að stórt brot úr loftsteininum hafi fallið í vatnið og standa vonir til þess að hægt verði að hafa uppi á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert