Ráðgátan um mörgæsina leyst?

Vísindamennirnir segja að vængir mörgæsa séu hannaðir til að synda …
Vísindamennirnir segja að vængir mörgæsa séu hannaðir til að synda mjög vel. Það þýði aftur á móti að vængirnir nýtist ekki til flugs. AFP

Vísindamenn segjast hafa komist að því hvers vegna mörgæsir geta ekki flogið en þeir telja að flughæfileikinn hafi glatast á kostnað sundhæfileika dýranna.

Vísindamenn við háskólann í Aberdeen í Skotlandi og vísindaháskóla í Kína hafa komist að þessari niðurstöðu, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Þeir rannsökuðu sjófugla sem eru náskyldir mörgæsum og niðurstaðan var sú að góður flugvængur getur ekki einnig verið góður vængur til sunds eða köfunar, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Prófessorinn John Speakman segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á mörgæsum. „Ég hef stundum velt því fyrir mér: Hvers vegna fljúga þær ekki?“

Hann segir að ýmsar tilgátur hafi verið settar fram í gegnum tíðina um það hvers vegna þær fljúgi ekki. T.d. hafi verið bent á að fá rándýr eru í þeirra umhverfi. Hin snúist um vængi mörgæsanna, líkt og greint er frá hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert