Unglingadrykkja eykur líkur á elliglöpum

Mikil drykkja og eiturlyfjanotkun á unglingsárum getur aukið líkurnar á því að fólk þjáist af elliglöpum fyrir 65 ára aldur. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn sem kynnt var í dag.

Misnotkun áfengis er mesti áhættuþátturinn þegar leitað er skýringa á snemmbúnum elliglöpum, samkvæmt rannsókninni. Alls tóku 488.484 sænskir karlmenn þátt í rannsókninni sem var gerð á tímabilinu september 1969 til ársloka 1979. Meðalaldur þeirra var átján ár.

Fylgst var með mönnunum í 37 ár og á því tímabili voru 487 greindir með snemmbær elliglöp. Meðalaldur þeirra við greiningu var 54 ár.

Peter Nordström, sem stýrði rannsókninni, segir að mikil áfengisneysla fimmfaldi líkurnar á elliglöpum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert