Dregur úr drykkju þungaðra kvenna

Áfengisneysla verður sífellt fátíðari meðal þungaðra kvenna
Áfengisneysla verður sífellt fátíðari meðal þungaðra kvenna AFP

Þungaðar konur drekka minna áfengi en áður en illa gengur að fá konur sem neyta of mikils áfengis til þess að hætta drykkju á meðgöngu. Þetta er niðurstaða nýrrar ástralskrar rannsóknar.

Rannsóknin var gerð meðal 2.700 kvenna sem búsettar eru í New South Wales og Queensland. Stóð rannsóknin yfir í fimm ár en niðurstaðan er birt í Medical Journal of Australia.

Þar kemur fram áfengisneysla kvenna á meðgöngu dregst saman jafnt og þétt á tímabilinu sem um ræðir, 2007-2011. Árið 2007 neyttu 52,8% kvenna áfengis á meðgöngu á meðan hlutfallið var komið niður í 34,8% árið 2011. 

Þegar konur eru komnar yfir fyrsta hluta meðgöngunnar er fátítt að þær neyti áfengis árið 2011 eða 25,8% samanborið við 42,2% árið 2007. Eins hefur sá hópur kvenna sem neytir áfengis alla meðgönguna minnkað úr 20,9% í 11%.

Aftur á móti virðast drykkjuvenjur kvenna sem neyta mikils áfengis ekki breytast á tímabilinu, þær drekka enn jafn mikið og áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert